Valur mun á næstunni setja af stað morgunæfingar fyrir þá
þjálfara sem vilja nýta sér þær í knattspyrnu.
Um morgunæfingar
Það er ekki búið að ákveða hvaða flokkar, hópar eða hvað er
þjálfað á hverjum æfingum fyrir sig. Það getur verið misjafnt hvað
hver og einn gerir.
Nokkrir flokkar vilja nýta sér þessa aukaþjónustu og þá aðallega
elstu flokkar félagsins. Því vill Valur bæta við aukaæfingum sem
við stefnum á að setja í gang í byrjun árs 2025.
Hugmyndir af æfingum:
- Öskjuhlíðarhlaup og brekkusprettir: (Þrekæfingar og gott
fyrir andlegan styrk)
- Tækniæfingar fyrir yngri flokka: (Hugsað fyrir
grunnkennslu yngri leikmanna)
- Varnaræfingar fyrir yngri/eldri flokka: (Sérhæfðar
æfingar fyrir iðkendur sem vilja bæta sig í varnarleik)
- Sóknaræfingar fyrir yngri/eldri flokka: (Sérhæfðar
æfingar fyrir iðkendur sem vilja bæta sig í sóknarleik)
- Sérhæfðar styrktaræfingar: (Sérhæfðar æfingar fyrir
iðkendur sem vilja bæta líkamlegan styrk)
- Leikstöðubundnar æfingar: (Sérhæfðar æfingar fyrir
iðkendur sem vilja bæta sig í sinni leikstöðu)
Hverjir þjálfa á morgunæfingunum þegar þær fara í
gang:
Mánudagar:
Gunnar Einarsson (Aðalþjálfari 7.flokks og aðstoðarþjálfari
3.flokks karla)
Alexander Kolbeins (aðstoðarþjálfari 6.flokks og 4.flokks
karla)
(tími 07:00-08:00)
Þriðjudagar:
Sverrir Þór Kristinsson
(Aðalþjálfari 7.flokks karla og aðstoðarþjálfari 2.flokks
karla)
Miðvikudagar:
Jónas Breki Kristinsson
(aðstoðarþjálfari 5.flokks og 6.flokks karla)
Fimmtudagar:
Hallgrímur Heimisson (Yfirþjálfari
Vals)
Föstudagar:
?
Hvar fara æfingarnar fram:
- N1 vellinum
- Innisölum (gamla-, eða stóra salnum)
- Ræktarsölum
- Valsvellinum (þegar veður leyfir)
Fyrir hverja eru æfingarnar:
Í VINNSLU
