Íþróttaslys
Íþróttafólk sem slasast á æfingum og í
keppnum geta sótt ákveðnar endurgreiðslur v/ útlagðs sjúkra- og
slysakostnaðar.
Eftirfarandi aðilar bæta hluta af
fjárhagslegu tjóni:
- Sjúkratryggingar
Íslands bæta þolendum tjón en almennt gildir sú takmörkun að
til þess að eiga rétt á bótum úr slysatryggingum þarf slysið að
hafa valdið a.m.k. 10 daga óvinnufærni: http://www.sjukra.is/slys/slysabaetur/
Íþróttafólk á eins og aðrir einnig rétt á því að sækja um
afsláttarkort, sem veitir afslátt á sjúkraþjónustu þeirra sem eru
með samning við Sjúkratryggingar Íslands, eftir að ákveðnu lágmarki
er náð:
- 18 ára og yngri greiða fullt gjald upp að 8.400kr
- Eldri greiða fullt gjald upp að 28.000kr
Einnig bæta Sjúkratryggingar Íslands tjón vegna tannlækninga (skv.
gjaldskrá) ef ekki er réttur til endurgreiðslu annars staðar: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/tannlaekningar/alvarlegar-afleidingar-faedingargalla-sjukdoma-og-slys/
Það er mikilvægt að benda á það að samkvæmt íslenskum lögum bera
þau félög og samtök sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi
ekki sjálfkrafa ábyrgð á slysum sem börn verða fyrir í
starfinu.
Börn og ungmenni fá tjón af völdum
slyss, t.a.m. tannlæknakostnað, ekki greiddan af öðrum, nema
einhver beri skaðabótaábyrgð á slysinu.
Skilyrði skaðabótaábyrgðar eru m.a. að
sá sem krafinn er um bætur eigi sök á slysinu.
Ef barn eða ungmenni slasast í óhappi
sem engum verður kennt um ber sá sem stendur fyrir félags- og
tómstundastarfinu þess vegna ekki ábyrgð á því.
Sá sem stendur fyrir starfinu ber hins
vegar skaðabótaábyrgð ef starfsmenn hans, launaðir eða ólaunaðir,
hafa sýnt af sér sök, t.a.m. vanrækslu við að gæta barna, og það
veldur slysi.
Sá sem stendur fyrir starfinu, eða
umráðamaður aðstöðu, getur orðið bótaskyldur ef aðbúnaður er
ófullnægjandi og slys verður vegna þess.
Börn og ungmenni geta þurft að bæta
öðrum börnum tjón sem þau valda þeim.
Heimilistryggingar fela langoftast í
sér ábyrgðartrygginguvegna tjóns sem börn valda og sumar fela líka
í sér slysatryggingar vegna tjóns sem börn valda og sumar fela líka
í sér slysatryggingu vegna slysa sem börn verða fyrir í frítíma.
Þar sem að slíkum slystryggingum sleppir er barn eða ungmenni ekki
tryggt í félags- og tómstundastarfinu frekar en þegar það er úti að
leik.
Frekari upplýsingar um tryggingamál
félagasamtaka má finna í bæklingi sem gefinn var út af
menntamálaráðuneytinu haustið 2010: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/5685