Veislusalir Vals

Fyrsta flokks veislu,- ráðstefnu-, tónleika- og fundaraðstaða.

Knattspyrnufélagið Valur býður uppá fallega veislusali við miðbæ Reykjavíkur. Salina er hægt að að sníða að þörfum hvers og eins og geta þvi hentað fyrir stóra jafnt sem smáa viðburði. Við bjóðum uppá sali sem henta fyrir viðburði fyrir 40 til 3.600 gesti. Við höfum mikla reynslu af viðburðarhaldi.

  •              Árshátíðir
  •              Jólahlaðborð
  •              Brúðkaup
  •              Fermingarveislur
  •              Afmælisveislur
  •              Starfsmannafögnuðir
  •              Erfidrykkjur
  •              Ráðstefnur
  •              Námsskeið
  •              Tónleikar o.s.frv.

Allir salirnir eru með einfalt hljóðkerfi fyrir ræður og fyrirlestra. Einnig er hægt að leigja öflugra hljóðkerfi. Skjávarpar eru í öllum sölum sem hægt er að samtengja, þar er einnig sýningartjald, þráðlausir hljóðnemar. Við bjóðum upp á langborð, hringborð, standborð og stóla, allt eftir umfangi og sniðið að þörfum hvers og eins.  Við bjóðum einnig uppá dúka í mörgum litum og stólaklæði.  Þá erum við með fullkomið veislueldhús þar sem hægt er að elda matinn eða hita upp. Í stærsta salnum er svið, ræðupúlt og fatahengi svo fátt eitt sé nefnt. Gott hjólastólaaðgengi er í húsinu og næg bílastæði.

Veislusalir Vals eru þrír samliggjandi salir á 2. hæð sem hægt er að sameina og skipta upp.

Fyrir bókanir og fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á veislur@valur.is  og fá nánari upplýsingar um aðstöðuna og verð.

 

Salur 1: 400 gestir í standandi veislu, 180 gestir í sitjandi veislu við langborð og 130 gestir við hringborð.

Salur 2: 240 gestir í standandi veislu, 132 gestir í sitjandi veislu við langborð og 96 gestir við hringborð.

Salur 3: Minnsti salur Vals. Ráðstefnusalur og kvikmyndasalur. Aðallega nýttur með sölum 1 og 2. 40 gestir sitjandi

Salir 1 og 2: 610 gestir í standandi veislu, 270 gestir í sitjandi veislu við langborð og 220 gestir við hringborð.

Salir 1 og 3: 520 gestir í standandi veislu, 256 gestir í sitjandi veislu við langborð og 180 gestir við hringborð

Salir 1,2 og 3: 800 gestir í standandi veislu, 320 gestir í sitjandi veislu við langborð og 256 gestir við hringborð.

Fjósið: Ný endurbyggt hús við hlið íþróttahúss Vals. Eingöngu leigt með veitingum.  60-80 gestir sitjandi.

Stóri salur: Íþróttasalur Vals hefur verið leigður út fyrir veislur, fundi og tónleika. 3400 gestir standandi á tónleikum, 1400 sitjandi.

 

Hér að neðan eru myndir, teikningar og af Veislusölum Vals ásamt myndum frá viðburðum á undanförnum árum.

 

- Smelltu hér til að skoða Veislusali 1,2 og 3

- Smelltu hér til að skoða  búnað til leigu

- Smelltu hér til að skoða Fjósið

- Smelltu hér til að skoða stóra salinn

 

Myndir 

utleiga.jpg

Myndband frá viðburði í höllinni