Um flokk:
2. flokkur karla er fyrir drengi fædda 2006-2008. Aðalþjálfari
flokksins er Leon Einar Pétursson
Markmið:
1. Æfingakúltúr: Á æfingum
viljum við færa umhverfið og viðmiðin nær meistaraflokki karla. Við
viljum að leikmenn hugsi betur um sig hvað varðar æfingar, næringu
og fleira. Mórall og góður liðsandi skiptir okkur máli. Við viljum
að menn mæti tímalega á æfingar og búi til alvöru klefastemningu.
Einnig viljum við að allur búnaður sé upp á TÍU. Að vera með nóg af
boltum, keilum, vestum, mörkum og fleira á öllum æfingum.
2. Leikja-kúltúr:
Við viljum tryggja að allir leikir hjá okkur séu teknir upp (á
spiideo og veo). Einnig að þeir spili með Playertek vesti
(GPS-vesti), þá geta þeir + við fylgst með þeirra ákefð í leikjum.
Svo skiptir okkur miklu máli að fá að spila heimaleikina okkar á
sumrin á Origo-Vellinum. Tónlist fyrir leiki, og myndatökumenn til
þess að mynda leikina. Ekki stórir þættir í lokin, en samt sem áður
gerir það bæði umgjörðina mun betri og þá er eftirsóknarverðara að
vera í yngri flokkum hjá Val.
3. Búa til
leiðtoga/karaktera: Við erum með stóran og öflugan hóp. Það
er mikil samkeppni hjá okkur og er það í raun fyrsta sinn hjá
mörgum af þessum strákum sem þeir lenda í því. Okkar fyrsta
hlutverk var því að búa til góða leiðtoga/karaktera og finna út
hvernig leikmenn myndu bregðast við því að vera t.d settir á
bekkinn eða utan hóps. Verða þeir með slæmt attitude, eða ætla þeir
að svara "mótlætinu" með því að sanna sig með B-liðinu eða á
æfingum og sýna okkur þannig að við erum að gera mistök að velja þá
ekki. Þetta er það fyrsta sem við lögðum áherslu á. Einnig viljum
við að leikmenn okkar taki sjálfboðastörfum alvarlega, eins og t.d
dómgæslustörf og vera á börunum á meistaraflokks-leikjum
4. Gildi liðsins:
Við viljum vera: skipulagðasta liðið, vinnusamastir, besta
liðsandann, besti aginn. Það er betra að vera bestur á ákveðnum
sviðum heldur en meðalgóður á öllum.
5. Markmið
þjálfara: Við þjálfarar erum með þau markmið að hjálpa
leikmönnum liðsins að ná þeirra persónulegu markmiðum sem þeir
settu sér fyrir tímabil, hvort sem það er að komast í
atvinnumennsku, spila fyrir meistaraflokk, fara í USA-háskólabolta
eða bara njóta þess að vera í góðum félagsskap.
Grunnupplýsingar þjálfara:
Aðalþjálfari: Leon Einar Pétursson
- Sími: 848-1171
- Netfang: leonpetursson@gmail.com
Aðstoðarþjálfari: Vilhjálmur Kári
Haraldsson
- Sími: 775-4376
- Netfang: vilhjalmurhrm@gmail.com
Aðstoðarþjálfari: Sverrir Þór Kristinsson
- Sími: 857-8006
- Netfang: sverrir03@gmail.com
Styrktarþjálfari: Hjörtur Fjeldsted
- Sími: 896-6251
- Netfang: hjorturfjel@hotmail.com
Markmannsþjálfari: Sigurður B.
Sigurðsson
- Sími: 659-6712
- Netfang: sigurdurbsigurdsson@icloud.com
Þjálfarateymi 2.flokks karla: Leon, Villi og
Sverrir
"Við viljum færa kúltúr, umgjörð og æfingaumhverfi
flokksins nær því sem er í gangi hjá meistaraflokknum.
Þetta er vettfangur fyrir alla og viljum við sjá til þess að
öllum líður vel í flokknum"
- Leon Einar Pétursson - Aðalþjálfari 2.flokks
karla
Æfingatímar hjá flokk (þegar nýr völlur kemur - með fyrirvara á
breytingum)
Mánudagar: 18:30-20:00 (Nýji
gervigrasvöllur)
Þriðjudagar: 18:00-19:15
(N1-völlur)
Miðvikudagar: Styrktaræfing
Fimmtudagar: 18:30-20:00
(N1-völlur)
Föstudagar: Frí
Laugardagar: 11:00 - 12:15
(Valsvöllur)
Sunnudagar: Frí
Þessi tafla fer í gildi þegar nýr völlur verður klár til
notkunar
Sportabler:
Æfingafatnaður:
Í Macron má finna æfingafatnað fyrir iðkendur Vals í
knattspyrnu.
Opnunartímar:
Virkir dagar: 10:00-17:00
Laugardagar: 11:00-14:00
Staðsetning: Skútuvogur 1
Sími: 519-7151
Smelltu á linkinn fyrir neðan til að skoða síðu Macron og
æfingaföt Vals
https://macron.is/vorur/lidinokkar/valur/
Upplýsingar starfsmanna Vals:
Yfirþjálfari yngri flokka: Hallgrímur
Heimisson
- Sími: 8462778
- Netfang: hallgrimurh@valur.is
Íþróttafulltrúi Vals: Louisa Christina á
Kosini
- Sími: 848-3472
- Netfang: louisa@valur.is
Vallarstjóri og starfsmaður í húsi: Hallgrímur Dan
Daníelsson
- Sími: 860-3585
- Netfang: hallidan@valur.is
Húsvörður: Risto Isev
Sími: 618-0665
Ljósmyndir:
2.flokkur Bikarmeistarar árið 2022
Fagnað sigri í undanúrslitum gegn ÍA í
bikarkeppninni
Fagnað sigri gegn Fjölni í bikarkeppninni
2.flokkur karla árið 2022
Vítaspyrnukeppni í úrslitaleik í Keflavík