Um flokk:
Þessi hópur er fyrir 7.flokk kvenna (árgerð 2017-2018).
Aðalþjálfari flokksins er Rafn Haraldur Rafnsson
Markmið:
Markmið flokksins eru
fjórþætt:
1) Það fyrsta er að
iðkendur læri góð gildi. Dæmi um slíkt er virðing
gagnvart samherjum, mótherjum, dómara og þjálfurum og umhverfinu
sjálfu, tiltektarkúltúr, stundvísi og háttvísi.
2) Númer tvö er að hafa
gaman af fótbolta.Flokkurinn leggur mikla áherslu á
leikjaform á æfingum og að allar fái verkefni við hæfi. Auk þessa
að sinnum við félagslega þætinum vel með ýmis konar viðburðum svo
sem sundferð, jólastund, páskaæfingu, vinaæfingu, heimsóknum á
æfingar, foreldraæfingum, tengslum við meistaraflokk og
fleiru.
3) Það þriðja er að búa
til Valsara. Lögð er áhersla á að starfið innan Vals veiti
jákvæða upplifun fyrir iðkendur og að Valur eigi raunverulegan stað
í hjarta iðkenda. Að þeim finnist þeir tilheyra. Tengsl við aðra
flokka, virðing fyrir klúbbnum og að iðkendum líði vel á Hlíðarenda
eru liður í því.
4) Fjórða markmiðið er
fótboltalegs eðlis en það snýst um að verða betri í
fótbolta. Með markvissum æfingum þar sem allar
æfingaáherslur fá sess munu iðkendur auka færni sína í fótbolta.
Flokkurinn er með skýr markmið um hæfni sem iðkendur eiga að búa
yfir þegar þeir færast upp í næsta flokk fyrir ofan. Leikjaformið
spilar stóra rullu þar sem að að mót gefa iðkendum tækifæri til að
upplifa fótbolta í leikformi. Við leggjum enga áherslu á úrslit en
alla áherslu á að iðkendur upplifii faglega og jákvæða reynslu af
keppnisleiknum.
Hverjar eru æfingaáherslur:
Leikfræði: Það
sem allir iðkendur sem klára 7.flokk munu hafa lært eftir veru sína
þar er þekking á reglum leiksins, uppstillingum liðs, þekkja
völlinn sjálfan og hvað allar línur þýða auk þess að skilja
grunnfótboltatungumál.
Grunntækni: Í
grunntækniþættinum er lögð áhersla á að vera mikið með boltann við
tærnar. Knattrak er grunnþáttur í þjálfun en einnig er lögð mikil
áhersla á að spila á litlu svæði t.d. ein gegn einni eða tvær gegn
tveimur. Leikmenn eru mikið með boltann og sjaldan óvirkir
þátttakendur. Skot og sendingar og móttökur eru svo líka stór
þáttur í grunntækni.
Félagslegt:
Félagslegi þátturinn hefur þrennskonar markmið. 1) að læra siði og
venjur, 2) Að búa til ákjósanlega hópdýnamík, 3) Að hafa gaman -
sem er það mikilvægasta á þessum aldri.
Líkamleg
þjálfun: Hún felur í sér styrktaræfingar, liðleikaæfingar,
þolþjálfun og tækniþjálfun. Öll líkamleg þjálfun fer fram í gegnum
leiki og er markmið flokksins að gera iðkendum kleift að hoppa
hærra, hlaupa hraðar og endast lengur - en fyrst og fremst að búa
til jákvæða mynd af líkamsþjálfun.
Hugarfar:
Hefur sérstakan stað í þjálfuninni og er gjarnan fléttað inn í
æfingar, eða önnur verkefni sem hópurinn tekst á við. Meginþætti
hugarfarsþjálfunar eru mótlæti, einbeiting, seigla og jákvæðni sem
er svo unnið með enn frekar yfir tímabilið.
Grunnupplýsingar þjálfara:
Aðalþjálfari: Rafn Haraldur Rafnsson
- Sími: 867-0407
- Netfang: rafnharaldur@gmail.com
Aðstoðarþjálfari: Diljá Ósk Snjólfsdóttir
Aðstoðarþjálfari: Sóldís Tinna Eiríksdóttir
Aðstoðarþjálfari: Rihane Aajal
Aðstoðarþjálfari: Þórólfur Ragnarsson
Markmannsþjálfari: Særún Erla Jónsdóttir
Ljósmynd af aðalþjálfara / teymi
xx
Æfingatafla:
Mót og ferðalög í sumar:
-
Jan-mars Mót á Selfossi/Njarðvík
- Apríl - TM mót Stjörnunnar
- Maí - Hamingjumót Víkings
- Júlí - Símamótið
- Ágúst - Hamingjumót Víkings
- Ágúst - Weetosmót Aftureldingar
Sportabler linkur/kóði:
Foreldraráð flokksins:
Æfingafatnaður:
Í Macron má finna æfingafatnað fyrir iðkendur Vals í
knattspyrnu.
Opnunartímar:
Virkir dagar: 10:00-17:00
Laugardagar: 11:00-14:00
Staðsetning: Skútuvogur 1
Sími: 519-7151
Smelltu á linkinn fyrir neðan til að skoða síðu Macron og
æfingaföt Vals
https://macron.is/vorur/lidinokkar/valur/
Upplýsingar starfsmanna Vals:
Yfirþjálfari yngri flokka: Hallgrímur
Heimisson
- Sími: 8462778
- Netfang: hallgrimurh@valur.is
Íþróttafulltrúi Vals: Louisa Christina á
Kosini
- Sími: 848-3472
- Netfang: louisa@valur.is
Vallarstjóri og starfsmaður í húsi: Hallgrímur Dan
Daníelsson
- Sími: 860-3585
- Netfang: hallidan@valur.is
Húsvörður: Risto Isev
Sími: 618-0665
Ljósmyndir af liði: