Valur Reykjavik Logo Vector (.AI) Free Download   VALUR SKOKK | HLAUPAHÓPUR VALS

Hlaupahópur félagsins hefur starfað óslitið síðan árið 2007. Upphaf hópsins má rekja til foreldrastarfs í yngri flokkum félagsins í kjölfar umræðu um að almenningsíþróttir vantaði hjá félaginu sem foreldrar og íbúar í hverfinu gætu tekið þátt í. Markmið hópsins er að stuðla að hollri hreyfingu og útiveru í góðum félagsskap Valsara og annarra sem vilja hlaupa með okkur. Breiddin í hópnum er mikil og ekki gerðar kröfur um mikið úthald áður en mætt er á æfingar.

Til að endast sem hlaupari þarf þolinmæði og raunhæf markmið og góður félagsskapur skemmir ekki fyrir. Munið að þeir sem endast taka frá tíma fyrir æfingarnar í stað þess að mæta þegar tími er aflögu!

Viðburðir hjá hlaupahópnum fyrir utan hefðbundnar æfingar er þátttaka (valfrjáls) í styttri götuhlaupum (5 og 10 km), hálfum og heilum maraþonum og ýmsum utanvegahlaupum. Síðan er hlaupatímabilið gert upp á uppskeruhátíð hópsins. Alltaf er farið í ferð innanlands s.s Þórsmörk, Fimmvörðuháls, Laugarveginn o.s.frv. Félagslega er Valur skokk virkilega sterkur hópur og gerum við margt skemmtilegt saman s.s. Leikhús, Bröns, Partý, Sundferðir, Jólastund o.s.frv.

Helstu markmið ársins eru sett fram að hausti árið áður. Að jafnaði fer hópurinn í hlaupaferð erlendis þar sem nokkrar vegalengdir eru í boði (helst 10km, hálft og heilt maraþon), annað hvert ár.

 

Æfingatímar

Dagur: Staðsetning: Tími:
Mánudagar Laugardalshöll 19:30-21:00
Þriðjudagur Hlíðarendi 17:30
Fimmtudagur Hlíðarendi 17:30
Laugardagur Hlíðarendi 09:00

 

Að öllu jöfnu er hlaupið frá Valsheimilinu Hlíðarenda, aðalinngangi, nema annað komi fram í áætlun þjálfarans sem sett er inn á lokaða facebook-grúppu hópsins. 

Þjálfarar hlaupahópsins eru Daníel Freyr Garðarsson og Helen Ólafsdóttir.

 

Stjórn hlaupahópsins skipa

Ólafur Björnsson                      Formaður                                             olafur.bjornsson@rvkskolar.is

Ásgeir Bragason                       Gjaldkeri                                             

Inga Rut Gylfadóttir                  Ritari                                                   ingarut@landslag.is

Margrét Björnsdóttir                 Markaðsstjóri                                      gretab@live.com

Soffía Ámundadóttir                 Skemmtanastjóri                               sossaamunda@gmail.com

Magnús Þór Þorbergsson        Menningarstjóri                                  magnusthor@simnet.is

  

Æfingagjöld ársins 2023

Heilt ár - kr. 33.000 

Hálft ár - kr. 21.000

 

Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar um hópinn er að finna á facebook, Instagram og Strava (Valur skokk). Þegar félagar hafa greitt æfingagjöld fá þeir aðgang að lokaðri facebook-síðu hópsins, þar sem birtar eru nákvæmari æfingaáætlanir og alls kyns uppbyggileg ráð. Verið ekki feimin við að kynna ykkur starfið og prófa að mæta.

Ef þú ert búin/n að lesa alla leið hingað er ekkert eftir að gera nema að reima á sig skóna og mæta á næstu æfingu!

Valsskokkarar hlakka til að sjá þig og munu taka vel á móti þér!

https://www.facebook.com/groups/60003720119/?fref=ts