KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR SEM
ALMANNAHEILLAFÉLAG
Knattspyrnufélagið Valur er skráð sem Almannaheillafélag og geta
einstaklingar og lögaðilar styrkt félagið og fengið
skattaafslátt.
Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10.000-350.000
krónur á almanaksári og hjóna og sambúðarfólks alls 700.000 kr og
kemur til lækkunar á útvars- og tekjuskattstofni.
Dæmi: Ef þú styrkir þitt félag um kr
5.000 á mánuði eða kr 60.000 á ári þá færð þú skattaafslátt sem
nemur kr. 22.770. Frátdráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af
rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent og framlag er
veitt.
Ferlið í nokkrum skrefum:
- Þú millifærir að eigin vali en þó að lágmarki kr 10.000 inn á
reikning Vals 0513-26-90041 kt. 670269-2569 og setur í athugasemd
almannaheillastyrkur.
- Ef þú vilt frekar tengja mánaðarlegar greiðslur við
greiðslukort þá getur þú sent tölvupóst á fjarmal@valur.is
og haft verður samband við þig
- Valur heldur utan um skráningu og kemur upplýsingum til
Skattsins svo skattaafsláttur skili sér á forskráða
skattaskýrslu.
- Smelltu hér til að sjá nánari upplýsingar frá
Skattinum.