Valur Bikarmeistari 2013

Valsstúlkur urðu í dag bikarmeistarar í handbolta kvenna annað árið í röð eftir 25-22 sigur á Fram eftir að hafa verið 8-12 undir í hálfleik. Stelpurnar vörðu því titilinn frá því í fyrra og er það í fyrsta skipti sem kvennalið Vals gerir það í bikarkeppninni í handbolta. Glæsilegur sigur og árangur hjá þessum snillingum.

