Reykjavíkur mótið rúllar af stað

Reykjavíkur mótið rúllar af stað en fyrsti leikur hjá Valsmönnum er laugardaginn 11. janúar gegn Þrótti á N1-vellinum klukkan 12:00.

 

Valur leikur í B-riðli Reykjavíkurmótsins en auk Þrótti eru Fram og Fylkir þar. 

 

Valskonur hefja einnig leik sinn í Reykjavíkurmótinu á laugardaginn næstkomandi en þær leika í A-riðli með Fylki, KR og Stjörnunni/Álftanes.  Leikurinn á laugardag er gegn KR klukkan 14:30 á N1-vellinum.