Benedikt Gunnar er Íþróttamaður Vals 2024
Kæru Valsmenn.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir árið sem senn er
liðið. Þanng 31. desember héldum við í þá góðu hefð að útnefna
íþróttamann Vals fyrir liðið ár. Nú sem oft áður voru margir
leikmenn í okkar röðum sem gátu gert tilkall til útnefningar en það
sýnir öðru fremur styrk og það metnaðarfulla starfi sem unnið er
innan Vals.
Eftir gott samtal í valnefndinni var það okkar
niðurstaða að sæma Benedikt Gunnar Óskarsson handboltamann
sæmdarheitinu íþróttamaður Vals 2024 og er hann velað útnefningu
kominn. Að lokum er gaman að geta þess að hann var einnig m. a.
kjörinn íþróttakarl Reykjavíkur 2024 - Èg òska Benedikt innilega
til hamingju með kjörið.
Takk fyrir gjöfult samstarf á
árinu.
Kveðja Hörður Gunnarsson, formaður Vals