Jólatrjáasöfnun Fálka
Fálkar í samstarfi við yngri flokka Vals sækja jólatré til förgunar gegn greiðslu laugardaginn 11. janúar. Hægt er að panta þessa þjónustu gegn 4.000 króna gjaldi með því að greiða á eftirfarandi greiðsluhlekk. Þessi þjónusta er í boði fyrir alla þá sem búa í Miðbæ, Holtum eða Hlíðum.
Öll innkoma rennur óskipt til barna og unglingastarfs í Val. Það eru börn, unglingar og sjálfboðaliðar úr Fálkunum sem safna trjánum.
Við óskum eftir að allir sem nýta sér þessa þjónustu setji tré fyrir framan hús, út við götu, í síðasta lagi kl 12.