Íþróttamaður Vals 2024

Á gamlársdag fer fram venju samkvæmt, val á Íþróttamanni Vals. Þetta verður í 32. skipti sem að valið fer fram og hvetjum við Valsara til að fjölmenna að Hlíðarenda og fá sér kaffi og kökubita. 

Val á íþróttamanni Vals skipar veigamikinn sess í starfi félagsins og er gaman að sjá hversu margir leggja leið sína að Hlíðarenda til að taka þátt í viðburðinum. 

Dagskráin hefst stundvíslega kl. 12:00 í veislusölum félagsins og hlökkum við til að sjá sem flesta Valsara, unga sem aldna.

  

Á meðfylgjandi mynd má sjá  Örnu Sif Ásgrímsdóttur  íþróttamann Vals 2023.