Jóhanna Gunnlaugsdóttir nýr framkvæmdarstjóri Vals
Jóhanna Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdarstjóra Vals frá 1. janúar næstkomandi og tekur við af Styrmi Þór.
Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að taka við
jafn sterku íþróttafélagi og Valur er, með 113 ára sögu í íslensku
íþróttasamfélagi. Hlíðarendi er einstakur staður, og ég
hlakka til að vinna með því frábæra starfsfólki, stjórnum,
sjálfboðaliðum, foreldrum og iðkendum sem fylla húsið alla
daga. Ég tel að okkur beri skylda til þess að bjóða börnum og
unglingum upp á öruggan stað til þess að vaxa og dafna á sem
einstaklingar, ekki bara sem íþróttafólk. Það eru spennandi tímar
framundan hjá okkur, og ég hlakka til að vinna að áframhaldandi
uppbyggingu og vexti þessa framsækna félags. Áfram
hærra!
Kv. Jóhanna
Við bjóðum Jóhönnu velkomna í Val og hlökkum til samstarfsins.