Þorrablót Vals 2025

Þorrablótið okkar verður haldið 1.febrúar 2025 í N1 höllinni Hlíðarenda

Þetta kvöld ætlum við Valsarar og íbúar í Hlíðum & Miðbæ að eiga frábæra kvöldstund saman og fagna Þorranum með frábærri skemmtidagskrá.

Miðasala er í fullum gangi á https://tix.is/is/event/18561/

  • Friðrik Ómar og Jógvan Hansen skemmta yfir borðhaldi
  • Diljá Pétursdóttir og Stuðlabandið fylla dansgólfið og koma hita á húsið.


Múlakaffi mun framreiða hefðbundinn Þorramat ásamt ljúffengan steikar- og vegan
mat.

Praktísk atriði

  • Miðaverð er 14.900 kr.
  • Borðin eru 10 manna.
  • Flest borð eru seld í heilu lagi - 149.000 kr
  • Hægt er að kaupa staka miða á samsett borð.

Þorrablótið er fjáröflunarkvöld fyrir íþróttastarf Vals. Stemningin var frábær í fyrra og við ætlum að toppa okkur í ár. Hóið saman skemmtilegu fólki og tryggið ykkur borð!