Valur - Vardar, umfjöllun eftir leik
Valur gerði grátlegt jafntefli gegn stórliði Vardar frá Makedóníu 34:34. Staðan í hálfleik var 18:17. Þar með er vonin um úrslitaleik um annað sætið við Porto í næstu viku úr sögunni. Varnarleikur sem og sóknarleikur var góður i fyrri hálfleik en það sást alveg að Vardar liðið refsaði við minnstu mistök. Mestur var mundurinn 14-9 en eftir leikhlé Vardar manna þa steig stórliðið aðeins a bensíngjöfina. Þó var Valur alltaf hársbreidd a undan.
Það er fátt skemmtilegra en spennandi handboltaleikur og seinni hálfleikur var frabær skemmtun. Dramatík, glæsimörk og vörslur og mikið stuð og mikið gaman. Sveiflurnar voru miklar og það var alveg möguleiki að vinna lið Vardar. Það verður að viðurkennast. En lokakaflinn. Eða lokamínúturnar voru æsilegar og ætli Ívar Ben a handbolta.is se ekki bestur að kryfja það sem gekk a.
"Rúmum 11 mínútum fyrir leikslok virtust Valsmenn vera að hrista Vardarmenn af sér og komnir með þriggja marka forskot, 29:26. Skömmu síðar var staðan, 30:28, en aftur voru mistökin af mörg og dýr. Vardarmenn jöfnuðu og komust yfir, 32:33. Stefndi jafnvel í sigur þeirra. Valur svaraði með tveimur mörkum. Það síðara skoraði Úlfar Páll Monsi Þórðarson úr vítakasti 20 sekúndum fyrir leikslok. Andartaks einbeitingaleysi varð til þess að Vardar fékk vítakast á síðustu sekúndu og jafnaði metin, 34:34." Svo mörg voru þau orð.Valur er áfram á botni riðilsins, nú með tvö stig, Vardar er sæti ofar með þrjú stig. Bæði lið eiga ekki lengur möguleika á að komast upp úr riðlinum og eru því úr leik. Mörk Vals: ÚIfar Páll Monsi Þórðarson 11, Magnús Óli Magnússon 7, Ísak Gústafsson 5, Miodrag Corsovic 3, Bjarni Í Selvindi, 2, Viktor Sigurðsson 2, Allan Norðberg 2, Björgvin Páll Gústavsson 1,, Agnar Smári Jónsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16, 32%.
handbolta.is