Matti Kjeld á reynslu í Þýskalandi og Belgíu

Á reynslu hjá Hoffenheim og Club Brugge

Valsarinn og unglingalandsliðsmaðurinn Mattías Kjeld hefur að undanförnu verið á reynslum erlendis


Um daginn var Mattías á reynslu hjá Þýska stórliðinu Hoffenheim.
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals, er meðal annars fyrrum leikmaður liðsins.

Í dag er hann staddur út í Belgíu þar sem hann æfir hjá Clubb Brugge sem er með sterkari liðum þar í landi. 

Matti, eins og hann er kallaður, er fæddur árið 2009 og er ennþá gjaldgengur í 3.flokk. Hann spilaði mest megnis með 2.flokk síðastliðið sumar.
Matti fékk sín fyrstu tækifæri í meistaraflokkshóp í sumar og hefur fengið að æfa með þeim í sumar.


Hallgrímur Heimisson, yfirþjálfari yngri flokka Vals, hefur mikið álit á Matta sem leikmanni:

"Matti er frábær leikmaður sem er virkilega gaman að þjálfa. Hann er ótrúlega langt kominn hvað varðar tækni og er með mikla fótboltagreind miðað við aldur. Hann er klárlega með alla burði til þess að komast sem lengst, en það er undir okkur komið að tryggja að svo verði". 


Við óskum þessum frábæra Valsara góðs gengis í Belgíu

382707626_10228064330224976_3144794940432323897_n