Vikan í Val
Vikan í Val er stútfull að vana en 5 Valsleikir fara fram í henni.
Við byrjum á Þriðjudaginn þar sem Evrópuveislan heldur áfram í handboltanum en strákarnir eru mættir til Þýskalands þar sem þeir leika gegn Melsungen í Evrópudeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni í Fjósinu þar sem Kjúkklingavængir og kaldir drykkir verða til sölu. Einnig er leikurinn sýndur á Livey.is
Sama kvöld ferðast kvennaliðið okkar á Krókinn þar sem þær mæta Tindastól í Bónusdeild kvenna. Leikurinn er sýndur á Stöð2 Sport og hefst klukkan 19:15.
Karfan heldur áfram en á fimmtudaginn fær karlaliðið okkar Keflavík í heimsók í N1-höllinni klukkan 19:15.
Á föstudaginn tekur handboltinn svo aftur við keflinu en strákarnir eiga FRAM í N1-höllinni klukkan 19:30 í Olísdeildinni.
Fótboltinn slúttar svo vikunni með lokaleik Bestudeildar karla þegar Valur tekur á móti ÍA á N1-Vellinum. Ekki nóg með að þetta sé síðasti leikurinn á fótboltasumrinu þá er þetta kveðjuleikur valsarans okkar Birkis Más Sævarssonar en hann mun leggja skónna á hilluna eftir þetta tímabil. Birkir er Valsari í húð og hár, því kvetjum við allt Valssamfélagið og einnig allt knattspyrnufólk á Íslandi að kveðja þessa Goðsögn með alvöru mætingu.
Sjáumst að Hlíðarenda
Áfram, hærra