Bjögvin Páll í Evrópu ham!

Bjögvin Páll í Evrópu ham þegar Valsmenn tóku á móti Porto í Kaplakrika

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður og þúsundþjalasmiður okkar Valsmanna, var óumdeild hetja liðsins þegar Valur gerði 27-27 jafntefli við Portó í í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta. Björgvin var stórbrotinn í marki Vals, sérstaklega í síðari hálfleik, því fyrir utan að verja og verja og verja þá skoraði hann þrjú mörk, gaf tvær stoðsendingar og endaði með 43,1 prósent markvörslu.

Hann var með 55 prósent markvörslu í síðari hálfleik. Geri aðrir betur. Ívar Benediktsson, blaðamaður á handbolti.is sagði að Björgvin hefði spilað vafalítið sinn besta hálfleik á ferlinum. Og Ívar er okkar langbesti handboltablaðamaður og hefur fylgst með handboltanum í mörg herrans ár.

Það er óþarfi að vera með mörg orð um þennan fyrri hálfleik. Portó var með 16:9 forustu en þessi síðari hálfleikur var hreinlega magnaður í alla staði. Frábær vörn, hraðinn varð meiri og ótrúlegt en satt þá vorum við Valsmenn hreinlega óheppnir að ná ekki í tvö stig.

Mörk Vals:

 

Viktor Sigurðsson 5, Agnar Smári Jónsson 4, Magnús Óli Magnússon 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Bjarni Í Selvindi, 2, Miodrag Corsovoc 2, Ísak Gústafsson 1, Alexander Petersson 1, Kristófer Máni Jónasson 1.

Varin skot:

Björgvin Páll Gústavsson 19, 43,1%.

Næstu leikir í F riðlinum fara fram 22. október þegar við mætum toppliði riðilsins Melsungen í Þýskalandi sem vann Vardar í gær 34:18. Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson eitt.Bjöggi shot