Haustfundur knattspyrnudeildar Vals
Haustfundur Knattspyrnudeildar Vals verður haldinn mánudaginn 21. október klukkan 17:30 á Hlíðarenda (Lollastúku).
Fundurinn fer fram samkvæmt 12. grein samþykkta félagsins, þar sem dagskráin mun meðal annars innihalda kosningar á stjórnarmönnum.
Þrír til sex stjórnarmenn verða kosnir í deildarstjórn knattspyrnudeildar, og einnig er möguleiki að kjósa allt að fimm varastjórnarmenn.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir félagsmenn til að hafa áhrif á framtíð knattspyrnudeildarinnar.
Þá bendum á aðfélagsskírteini Vals 2025 er nú komið í sölu á Stubb.is.
Félagsgjöldin má greiða í einu lagi eða dreifa á mánaðarlegar greiðslur. Með því að vera félagsmaður færðu ýmis fríðindi, þar á meðal:
-
Rétt til framboðs í stjórnir félagsins
-
Tillögu- og kosningarrétt á fundum félagsins
-
Boð á valda leiki með meistaraflokkum Vals
-
Afslætti hjá völdum samstarfsfyrirtækjum
-
Forgang á miða í úrslitakeppnum í körfu og handbolta
-
Viðburðir og fyrirlestrar eingöngu fyrir félagsmenn
Með því að vera félagsmaður getur þú haft áhrif á starf félagsins og notið fjölbreyttra fríðinda í leiðinni. Missið ekki af þessu tækifæri!
Nánari upplýsingar og félagskortin má finna í linknum hér að neðan:
Áfram Valur! Áfram hærra!