Skráning fyrir haustönn 2024 hefst 21. ágúst
Skráning hér: www.sportabler.com/shop/valur
Æfingar hjá yngri flokkum Vals hefjast samkvæmt haust töflu mánudaginn 26. ágúst.
- Æfingatöflur verða birtar samhliða opnun skráninga.
- Íþróttaskóli Vals hefst 24. ágúst.
- Valsrútan fer af stað í upphafi september. Skráning og frekari upplýsingar verða birtar fyrir mánaðamót.
*ATHUGIÐ: Skráningar hjá 3. og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta hefjast í byrjun september.
Æfingagjöld yngri flokka Vals
Eftirfarandi skilmálar gilda um æfingagjöld hjá yngri flokkum Vals:
- Æfingagjöld skulu greidd í upphafi tímabils. Greiðsla þeirra er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum flokksins.
Allar skráningar í félagið sem og ráðstöfun frístundastyrkja sveitafélaga fara í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/valur/
*Til þess að gerast notandi þarf forráðamaður að nýskrá sig og sækja Abler snjallforritið.
Nýtt fyrirkomulag við skráningu í flokka
Skráningum skal vera lokið fyrir 1. október fyrir haustönn og 1. febrúar fyrir vorönn. Við skráningu tengjast áskriftir nýjum flokkum. Staðfestir æfingatímar og samskipti við þjálfara munu tengjast nýjum flokkum.
Iðkendur munu haldast inni í flokkum fyrra tímabila fram til 1. oktober/1. febrúar og þá verða flokkar uppfærðir og hreinsaðir.
Það er á ábyrgð forráðamanna, eða iðkenda 18 ára og eldri að ganga frá skráningu í viðeigandi flokka/þjónustu innan tilgreinds tímaramma.
Þjálfarar munu tengja æfingar og viðburði við nýja flokka þegar þeir verða virkir.
Staðfestir æfingatímar og aðrar upplýsingar sem tengjast einstaka flokkum eru einungis aðgengilegar skráðum iðkendum á abler og öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram þar í gegn.
Sjá nánar hér: /born-unglingar/skilmalar-aefingagjalda.aspx