Skráning á handbolta- og körfuboltanámskeið í ágúst er í fullum gangi

 

Opið fyrir skráningu seinustu á handbolta- og körfuboltanámskeið Vals þetta sumarið.

Fullkomið tækifæri til að bæta leikinn undir leiðsögn okkar bestu þjálfara og leikmanna.


Körfuboltaskóli: Skráning hér

Dagsetning:

  • 12.-16. ágúst - Verð: 7.500 kr.

  Tími:

  • 10:00-12:00

Aðalþjálfari er Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Körfuknattleiksdeildar Vals. Hér fá krakkarnir tækifæri til að læra grunnatriði körfuboltans og bæta hæfileika sína í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi.


Handboltaskóli og Handboltanámskeið: Skráning hér

Dagsetningar:

  • 6.-9. ágúst (4 dagar) - Verð: 6.000 kr.

  • 12.-16. ágúst - Verð: 7.500 kr.

  Tímar:

  • Yngri hópur (2014-2018): 10:00-12:00

  • Eldri hópur (2011-2013): 13:00-14:30

Aðalþjálfari er Anton Rúnarsson, yfirþjálfari Handknattleiksdeildar Vals. Hann fær til liðs við sig leikmenn og þjálfara meistaraflokka ásamt fleirum góðum gestum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir börnin að æfa með þeim bestu!

Tryggðu þér sæti núna!

Við hvetjum alla handbolta- og körfuboltaáhugamenn á aldrinum 6-13 ára til að nýta þetta tækifæri til að æfa með okkur í sumar. Takmarkað pláss er í boði, svo við mælum með að skrá sig sem fyrst.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á námskeiðunum - áfram Valur!

Sumar 2024