Aðalfundur Vals 2024

Aðalfundur félagsins verður haldin á Hlíðarendai næstkomandi fimmtudag 30. maí kl 17:00.

Að neðan má sjá breytingartillögur sem bornar verða fram á samþykktum félagsins. Í meðfylgjandi link má sjá núverandi samþykktir

Sérstaklega er bent á grein 11 í samþykktum að kjörgengi á aðalfundi:

11. GREIN - KJÖRGENGI, ATKVÆÐISRÉTTUR OG TILLÖGURÉTTUR Á AÐALFUNDI FÉLAGSINS.  Tillaga til breytinga á samþykktum Knattspyrnufélagsins Vals:
Lögð fram til samþykktar á aðalfundi félagsins 30. maí 2024.
1. gr.
Við 9. gr. bætist nýr töluliður sem verður 9. töluliður svohljóðandi:  Kosnir þrír til sex stjórnarmenn í minjanefnd félagsins.
12. töluliður 9. gr. samþykkta um kjör endurskoðenda verður 13. töluliður 9. gr. og 13. töluliður 9. gr. um önnur mál verður sá 14.
2. gr.
Við samþykktirnar bætist ný grein sem verður 18. gr. svohljóðandi:
18. grein - Minjanefnd.
Minjanefnd skal starfa á vettvangi félagsins. Stjórn hennar skipa að lágmarki 3 en að hámarki 6 stjórnarmenn sem kjörnir eru árlega á aðalfundi Vals. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum og kýs sér þar á meðal formann. Minjanefnd er heimilt að kalla til sín aðra aðila til samstarfs ef þörf krefur.
Hlutverk minjanefndar er að safna, skrásetja og varðveita verðlaunagripi sem félagið vinnur til í keppni auk annarra gripa og ljósmynda sem félaginu berast. Nefndin sinnir jafnframt sýningarhaldi, bæði föstum sýningum og sýningum sem settar eru upp af ákveðnu tilefni. Markmiðið er að sameiginlegur arfur allra félaga í Val verði sýnilegur og stuðla þannig að aukinni samkennd innan félagsins og skapa jákvæða ímynd þess og styðja þá iðkun og starfsemi sem þar fer fram, á víðum grundvelli.
Um nánari starfshætti minjanefndar gilda starfsreglur sem samþykktar eru á aðalfundi Vals.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar (lagfæringar) verða á númerum eftirtalinna greina samþykkta:
15. gr. verður 14. gr.; 16. grein verður 15. gr.; 17. gr. verður 16. gr. og 18. gr. verður 17. gr.
23. maí 2024

Allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa kjörgengi til stjórnarstarfa, atkvæðisrétt, tillögurétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins.

Vonast til að sem allra flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta.


Fh. Vals
Styrmir Þór Bragason
Framkvæmdastjóri