Samkomulag milli Knattspyrnufélagsins Vals, Hlíðarenda ses og Reykjavíkurborgar
Samkomulag milli Knattspyrnufélagsins Vals, Hlíðarenda ses og Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarráði í síðustu viku varðandi uppbyggingu á reit A og J við Hlíðarenda, nánar tiltekið á lóðum við Arnarhlíð 3 og Hlíðarenda 14.
Samkomulagið felur einnig í sér áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og eignaryfirfærslu gervigrasvallar austan Arnarhlíðar til Reykjavíkurborgar.
Þá felur samkomulagið í sér breytta landnotkun á á lóð Hlíðarenda 12 vegna Borgarlínu auk uppgjörs á framkvæmdum innan lóðar Vals vegna göngustíga.
Samningur var undirritaður í Fjósinu að Hlíðarenda í dag, miðvikudaginn 20. desember. Á meðfylgjandi mynd má sjá Dag B. Eggertsson undirrita samninginn fyrir hönd Reykjavíkurborgar ásamt, Grími Sæmundsen formanni Valsmanna hf, Herði Gunnarssyni formanni Vals og Helga Magnússyni, formanni Hlíðarenda ses.
Seinni mynd: Skýringarmynd frá ALARK sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.