Kolbrá og Kolbrún með U18 gegn Svíum
Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U18 kvenna valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í tveimur leikjum gegn Svíþjóð. Leikirnir fara báðir fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi Stjörnunnar í Garðabæ. Fyrri leikurinn er 29. nóvember og sá seinni 1. desember og hefjast þeir báðir kl. 12:00.
Í hópnum eru tvær Valsstelpur, þær Kolbrá Una Kristinsdóttir og Kolbrún Arna Káradóttir og óskum við stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefni.