Matthías Kjeld og Jón Jökull til úrtaksæfinga með U15
Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla valdi á dögunum leikmenn til úrtaksæfinga dagana 27. - 29. nóvember næstkomandi.
Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ en spilað er á kvöldin í knatthúsum á höfuðborgarsvæðinu.
Í hópnum er Valsararnir Jón Jökull Úlfarsson og Matthías Kjeld og óskum við strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.