Bjarni Guðjón og Hlynur Freyr í æfingahóp U21
Davíð Snorri Jónsson þjálfari U21 landsliðs karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp sem kemur saman til æfinga dagana 1. - 10. nóvember næstkomandi.
Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir leik gegn Wales sem fer fram 16. nóvember á heimavelli Walesverja.
Í hópnum eru tveir leikmenn úr Val, þeir Hlynur Freyr Karlsson og Bjarni Guðjón Brynjólfsson sem gekk nýverið til liðs við félagið frá Þór Akureyri. Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis með landsliðinu.