Sex Valsarar í A-landsliðhóp kvenna sem mætir Danmörku og Þýskalandi
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag hópinn sem leikur í Þjóðadeild UEFA gegn Danmörku og Þýskalandi.
Liðið kemur saman dagana 23. og fara báðir leikirnir fram á Laugardagsvelli, gegn Dönum þann 27. október og Þjóðverjum þann 31. október.
Í hópnum eru sex leikmenn Vals, þær Sandra Sigurðardóttir, Amanda Jacobsen Andradóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir og Lára Kristín Pedersen. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu sem framundan er.