Mattías skoraði eina mark Íslands í tapi gegn Spánverjum
U15 karla tapaði í gær 1-4 gegn Spáni í fyrsta leik liðsins á UEFA Development Tournament sem fer fram í Póllandi þessa dagana.
Valsarinn Mattías Kjeld skoraði eina mark Íslands í leiknum undir lok fyrri hálfleiks og óskum við honum til hamingju með markið.
Liðin sem taka þátt á mótinu ásamt Íslandi eru Spánn, Pólland og Wales. Næsti leikur Íslands er gegn heimamönnum í Póllandi næstkomandi miðvikudag.