Bryndís Arna og Þórdís Elva með U23 til Marokkó
Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U23 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem leikur tvo vináttuleiki gegn Marokkó. Liðið mun ferðast til Marokkó dagana 20.-26. september 2023. Æft verður á Íslandi 18. og 19. september í Miðgarði.
Í hópnum eru tveir leikmenn meistaraflokks Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis með landsliðinu.