Anna Rakel, Anna Björk, Arna, Berglind og Elísa valdar í A-landslið kvenna
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna valdi á dögunum hóp sem leikur vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki dagana 10. - 19. júlí næstkomandi.
Valur á fimm fulltrúa í hópnum, þær Önnu Rakeli Pétursdóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur, Elísu Viðarsdóttur, Örnu Sif Ásgrímsdóttur og Berglindi Rós Ágústsdóttur.
Við óskum stelpunum til hamingju eð valið og góðs gengis í verkefninu með landsliðinu.
Fréttin var uppfærð 4. júlí 2023 eftir að Anna Björk kom inn í hópinn.