Hlynur Freyr með U19 á lokakeppni EM
Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari U19 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn fyrir leiki Íslands í lokakeppni EM undir 19 ára karla sem fara fram á Möltu 30. júní - 16. júlí næstkomandi.
Í hópnum er Valsarinn Hlynur Freyr Karlsson sem hefur spilað afbragðsvel með meistaraflokki félagsins það sem af er sumri. Við óskum Hlyni til hamingju með valið og góðs gengis með liðinu á Möltu.