Valur Íslandsmeistari í 4. flokki karla yngri í handbolta
Valur varð í gær Íslandsmeistari 4.flokks karla yngri eftir eins marks sigur á FH, 25-24 í æsispennandi leik sem fór fram í Úlfarsárdal á úrslitadegi yngri flokka.
Staðan í hálfleik var 15-13 Val í vil og mjótt var á munum allan leikinn. Maður leiksins var valinn Gunnar Róbertsson, leikmaður Vals, en hann átti stórleik og skoraði 10 mörk.
Við óskum leikmönnum og þjálfurum hjartanlega til hamingju með titilinn en þjálfarar flokksins eru þeir Grétar Áki Andersen og Arnar Daði Arnarsson.
4. - og 3. flokkur kvenna léku einnig til úrslita í gær en máttu bæði lið þola tap, fjórði flokkur gegn KA/Þór eftir framlengdan leik og þriðji gegn Haukum. Árangurinn er engu að síður frábær og óskum við báðum liðunum til hamingju.
Mynd: HSÍ.is