Fyrirkomulag miðasölu og upplýsingar vegna oddaleiks
- Miðasala fyrir ársmiðahafa Vals (2022-2023) og handhafa KKÍ skírteina hefst þriðjudag á Stubb kl. 14:00
- Miðasala stuðningsfólks á póstlista KKD Vals hefst þriðjudag kl. 14:00
- Miðasala stuðningsfólks Tindastóls fer alfarið í gegnum KKD Tindastóls.
- Almenn miðasala hefst á Stubb miðvikudaginn 17. maí kl. 14 svo framarlega að einhverjir miðar verði eftir.
- Stuðningsfólk Vals er í stúkum B, C og D1-D2. Auk þess á gólfi fyrir framan stúku C og hliðarsætum fyrir framan stúku D1-D2.
- Stuðningsfólk Tindastóls er í stúkum A og D3-D5. Auk þess á gólfi fyrir framan stúku A og hliðarsætum fyrir framan stúku D3-D5.
Eftirfarandi miðatýpur verða í boði fyrir stuðningsfólk Vals (sjá mynd):
- V miðar = Gilda í stúkur B, C og D1-D2
- Valur gólf = Gilda á gólfið fyrir aftan körfu fyrir framan C stúku
- Valur VIP = Gilda í sæti með hliðarlínu auk 16 sæta til hliðar við körfu fyrir framan C stúku
Fyrir stuðningsfólk Tindastóls verða eftirfarandi miðar í boði:
- A gestir = Gilda í stúku A
- D gestir = Gilda í stúku D3-D5
- Gestir gólf = Gilda á gólfið fyrir aftan körfu fyrir framan stúku A
- Gestir VIP = Gilda í sæti með hliðarlínu auk 16 sæta til hliðar við körfu fyrir framan stúku A.
Vegna mikillar ásóknar bendum við stuðningsfólki beggja liða á að nota nærliggjandi svæði í kringum Hlíðarenda (sjá mynd að neðan) eða koma gangandi sé þess kostur.