Saltverk ehf og Knattspyrnudeild Vals hafa gert með sér samstarfssamning
Saltverk og Knattspyrnudeild Vals hafa gert með sér samstarfssamning og verður fyrirtækið einn af aðal samstarfs- og styrktaraðilum knattspyrnudeildar Vals.
Auglýsing Saltverks verður framan á treyjum meistaraflokka karla og kvenna næstu tvö árin hið minnsta.
Saltverk ehf er framleiðandi á sjálfbæru íslensku sjávarsalti sem hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár og selt í mörg þúsundum verslunum vestanhafs ásamt því að vera leiðandi á íslenskum markaði.