Hlynur Freyr með U19 til Englands í milliriðil EM
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla valdi á dögunum hóp leikmanna fyrir leiki í milliriðli EM U19 karla sem fram fer í Englandi dagana 19. - 29. mars næstkomandi.
Hópurinn kemur saman og æfir í Miðgarði 16.-17. mars en í hópnum er Valsarinn Hlynur Freyr Karlsson. Við óskum Hlyni til hamingju með valið og góðs gengis með liðinu á Englandi.