Björgvin Páll og Stiven í 16 manna hóp - Arnóri Snæ bætt við
Ágúst Þór Jóhannsson og Gunnar Magnússon þjálfarar A-landsliðs karla í handknattleik völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem mæta Tékklandi í þriðja og fjórða leik strákanna okkar í undankeppni EM 2024.
Liðin leika fyrri leik sinn í Tékklandi miðvikudaginn 8. mars kl. 19:15 og síðari leikinn í Laugardalshöll sunnudaginn 12. mars kl. 16:00.
Í hópnum eru Valsararnir Björgvin Páll Gústavsson og Stiven Tobar Valencia.
Fréttin uppfærð 6. mars
Arnór Snær Óskarsson var um helgina kallaður inn í hópinn sem ferðast til Tékklands í dag en liðið leikur þar ytra næstkomandi miðvikudag. Arnór á að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum en þetta er í fyrsta skipti sem hann er valinn í A-hóp karla.
Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í leikjunum.