Valur bikarmeistari karla í körfuknattleik
Valur varð í dag bikarmeistari karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur gegn Stjörnumönnum í æsispennandi leik sem fram fór í Laugardalshöll.
Jafnræði var á með liðunum nær allan leikinn - Stjarnan leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta en Valsmenn sneru taflinu við í öðrum leikhluta og fóru með eins stigs forystu inn í hálfleik.
Það var því ljóst að liðin myndu selja sig dýrt og ljóst að úrslitin myndu ráðast á lokaspretti leiksins. Sigurinn hefði í raun getað dottið hvorumegin sem var, en mikilvægar körfur frá Kára Jónssyni og Hjálmari Sveinssyni í lokin gerðu gæfumuninn. Valur landaði að lokum 6 stiga sigri 66-72 og tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitli síðan 1983.
Við óskum strákunum og öllum sem að liðinu standa til hamingju með bikarmeistaratitilinn.
Myndir með frétt (Bára @ Karfan.is)