Meistaraflokkur karla Vals í handknattleik er lið Reykjavíkur 2022
Fimmtudaginn 8. desember voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttakonu, íþróttakarl og íþróttalið Reykjavíkur fyrir árið 2022. Athöfnin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og er það framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem stendur að valinu.
Meistaraflokkur karla Vals í Handknattleik var kjörið íþróttalið Reykjavíkur en liðið átti frábært tímabil og eru Íslands-, bikar- og deildarmeistarar 2022. Vals liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu.
Nýtt tímabil byrjar einnig vel hjá liðinu, þar sem þeir hafa aðeins tapað einum deildarleik ásamt því að hafa staðið sig einkar vel í Evrópukeppninni.
Næsti leikur liðsins er einmitt í kvöld þegar liðið mætir Aftureldingu að Varmá í Mosfellsbæ. Það er skammt stórra högga á milli því liðið mætir svo Ystads í Evrópukeppninni hér heima næstkomandi þriðjudag. Miðasala á leikinn er í fullum gangi og hvetjum við stuðningsmenn til að tryggja sér miða hér: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/14290/
(Mynd: ÍBR.is: Frá Vinstri, Ingvar Sverrisson formaður ÍBR, Alexander Örn Júlíusson fyrirliði handknattleiksdeildar Vals, Dagur B. Eggertsson Borgastjóri Reykjavíkur) |