European League: Valur - Flensburg í kvöld kl. 19:45

Það verður sannkölluð handboltaveisla að Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti stórliði Flensburg frá Þýskalandi klukkan 19:45 í Origo-höllinni. 

Dagskráin fyrir leikinn hefst klukkan 17:15 þegar Fjósið opnar og hvetjum við stuðningsmenn til að mæta tímalega. 

Dagskráin: 

  • 17:15 Fjósið opnar, kaldur á krana, hamborgarar og bratwurst
  • 18:15 Húsið opnar fyrir áhorfendum ásamt VIP-svæði.
  • 19:30 Áhorfendur mæta í salinn (Pre-game show), dansatriði frá Dans Brynju Péturs og ljósashow
  • 19:45 Leikur Vals og Flensburg hefst!

Fyrir börnin í Lollastúku:

  • 18:15 Barnapössun og andlitsmálning
  • 19:00 Lalli Töframaður 
  • Frítt Corny á meðan birgðir endast

Nýja heimreiðin að Hlíðarenda verður opnuð fyrir leikinn og bílastæðin tekin í notkun að nýju. Við minnum stuðningsmenn sem og aðra gesti á að uppselt er á leikinn og því gætu áhorfendur þurft að nýta sér nærliggjandi stæði. 

Mætum tímanlega og hvetjum okkar menn til sigur - Góða skemmtun á leiknum!