European League: Valur - FTC í kvöld kl. 18:45

Valur tekur á móti Ferencváros í fyrsta leik liðanna í M-riðli European League í handbolta þegar liðin mætast í Origo-höllinni í kvöld klukkan 18:45.

Dagskráin hefst klukkan 18:00 þar sem iðkendur geta mætt í andlitsmálningu auk þess sem töframaður sýnir og kennir töfrabrögð og býr til blöðrudýr.

Boðið er upp á barnapössun, frítt Corny og TikTok stjarnan Gústi B tekur upp myndband með krökkunum í hálfleik - Við hvetjum því stuðningsfólk til að mæta snemma!

Þetta í bland við þá heimsklassa handboltamenn sem mæta á svæðið er veisla sem getur ekki klikkað! Einn til tveir kaldir í Fjósinu, VIP fyrir þá sem vilja og alvöru Evrópustemming -  Forsetinn mætir, hvað með þig?

Hlökkum til að sjá þig á vellinum í kvöld!

Miðasala:  https://tix.is/is/event/14290/ehf-european-league-2022-2023/

Minnum á að nú standa yfir framkvæmdir við heimreið, gangstíga og bílastæði að Hlíðarenda sem hefur í för með sér töluverð áhrif á aðkomu áhorfenda.

Við bendum því þeim sem leggja leið sína að Hlíðarenda að nota nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarendasvæðið.