Útskrift hjá 2. flokki
Ungir Valsarar sem voru að klára síðasta árið sitt í 2. flokki og þar með veru sína í yngri flokkum í knattspyrnu voru boðaðir í mat og drykk í Fjósinu síðastliðinn miðvikudag. Þar var þeim þakkað fyrir samveruna og sitt framlag til yngri flokka starfsins hjá Val. Rifjaðar voru upp minningar um ferðalög, töp, sigra og ýmislegt fleira og velt upp hvað ferðalagið í yngri flokkunum hefði gefið þeim en þeir hafa verið mis lengi hér hjá okkur.
Loks voru kynntir fyrir þeim ýmsir möguleikar, bæði á knattspyrnusviðinu sem og hvernig þeir gætu haldið tengingu við félagið og styrkt það í framtíðinni, sem er auðvitað von okkar allra, skyldu þeir ekki fá boð um samning í meistaraflokki.
Knattspyrnufélagið Valur þakkar þessum sómapiltum sitt framlag, með von um bjarta framtíð og að þeir haldi góðri tengingu við félagið okkar.