Sumarstarf Vals - Opið fyrir skráningu

Námskeið í boði - Sumarstarf Vals 2022

  • Sumarbúðir í Borg fyrir 6-11 ára - 6. námskeið í júní og júlí
  • Boltaskóli Vals fyrir 6-10 ára - 3. námskeið í júní
  • Knattspyrnuskóli Vals fyrir 6-10 ára - 6. námskeið í júní og júlí
  • Handboltaskóli Vals fyrir 6 - 11 ára - 3 námskeið í júní & ágúst
  • Handboltaskóli Vals fyrir 12-13 ára - 3 námskeið í ágúst
  • Körfuboltaskóli Vals fyrir 6-9 ára - 3 námskeið í júní & ágúst
  • Körfuboltaskóli Vals fyrir 10-12 ára - 3 námskeið í júní & ágúst
  • Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér að neðar á síðunni

Skráning er opin - Smelltu hér til að skrá iðkanda á námskeið

Sumartafla 2022 - Fótbolti (tekur gildi 13. júní)

Sumaræfingatafla 2022 

 

 

 

 

  

  

 

 

 

 

 


Sumarbúðir í borg | Sumarið 2022

Hinar margrómuðu Sumarbúðir í Borg verða á sínum stað þetta sumarið en um er ræða sumarleikjanámskeið sem býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á aldrinum 6-11 ára eftir hádegi á virkum dögum. Á dagskrá verður meðal annars:

  • Vettvangsferðir og ratleikir
  • Fyrirtækjaheimsóknir
  • Strand- og fjöruferðir
  • Safnaferðir
  • Bókasafnsferðir
  • Pylsupartí í lok hvers námskeiðs

Lögð er áhersla á fjölbreytta íþróttaiðkun þar sem unnið er með skyn- og hreyfiþroska barna í gegnum fjölbreytta leiki.

Helsta markmið námskeiðsins er að veita börnunum fjölbreytt íþróttauppeldi og byggja upp hjá þeim heilbrigðar og hollar lífsvenjur í öruggu, jákvæðu og skemmtilegu umhverfi.

Líkt og undanfarin ár geta þátttakendur valið um að fá heitan mat í hádeginu og er rík áhersla lögð á hollan og góðan heimilismat. Með þeim hætti geta þátttakendur verið í knattspyrnu-handbolta- eða körfuboltaskóla Vals fyrir hádegi og í Sumarbúðunum eftir hádegi.

 

Dagsetningar Sumarbúða í borg 2022

Námskeið 1: 13.júní-16.júní

Námskeið 2: 20.júní-24.júní

Námskeið 3: 27.júní-1.júlí

Námskeið 4: 4.júlí-8.júlí

Námskeið 5: 11. Júlí - 15. júlí

Námskeið 6: 18. júlí - 22. júlí

 

Verð per námskeið (verð miðast við fullt námskeið sem er 5 dagar):

  • Sumarbúðir, eftir hádegi með hádegismat......................11.500 
  • Sumarbúðir eftir hádegi án hádegismatar.......................6.000

 

Hagnýtar upplýsingar um Sumarbúðir í Borg 

  • Fyrir börn á aldrinum 6-11 ára
  • Milli 12:30 og 16:00 alla virka daga eftir að skóla lýkur í júní og í júlí
  • Gæsla fyrir börn milli 16-17
  • Hægt að kaupa hádegismat fyrir þátttakendur, maturinn byrjar klukkan 12:00 
  • Hægt er að boltaskólum Vals fyrir hádegi og sumarbúðum eftir hádegi
  • Ef þú lendir í vandræðum með skráningu sendu tölvupóst á gunnar@valur.is eða hringdu í 414-8005 

 

Dagskrá:   /born-unglingar/sumarstarf-vals-2021/sumarbudir-dagskra     (dagskrá uppfærð síðar)

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Knattspyrnuskóli Vals | Sumarið 2022

Knattspyrnuskóli Vals verður líkt og undanfarin sumur starfræktur fyrir hádegi og er ætlaður börnum 6-10 ára. Í knattspyrnuskólanum kynnast börnin grunntækni í knattspyrnu í gegnum leik og lögð er áhersla á að fyrstu kynni barnanna af íþróttinni séu jákvæð og skemmtileg.

Skipt verður í hópa eftir aldri og unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga við boltann hjá hverjum iðkanda. Unnið er eftir kennsluskrá knattspyrnudeildar Vals sem leggur áherslu á að æfingar barna á þessum aldri séu fjölbreyttar og stuðli að bættum skyn- og hreyfiþroska.

Reyndir þjálfarar og leikmenn Vals miðla reynslu sinni á faglegan og skemmtilegan hátt. Valur leggur áherslu á að skapa kjöraðstæður fyrir iðkendur til að njóta sín og hafa gaman af leik og keppni, óháð aldri og getu.

Í boði er að vera í knattspyrnuskóla fyrir hádegi og Sumarbúðum í Borg eftir hádegi. Hádegisverður er ekki innifalinn í verði en hægt er að kaupa heitan hádegisverð. 

Kennsla í Knattspyrnuskólanum fer fram sem hér segir: 

  • Mánudaga: 10:30-12:00 
  • Þriðjudaga: 10:30-12:00
  • Miðvikudaga: 10:30-12:00
  • Fimmtudaga: 10:30-12:00 
  • Föstudaga: 09:00-12:00

 

Dagsetningar Knattspyrnuskólans

Námskeið 1: 13.júní - 16.júní (ekki kennt 17. júní)

Námskeið 2: 20.júní - 24.júní

Námskeið 3: 27.júní - 1.júlí

Námskeið 4: 4.júlí - 8.júlí

Námskeið 5: 11. Júlí - 15. júlí

Námskeið 6: 18. júlí - 22. júlí

 

Verð per námskeið:

  • Knattspyrnuskóli Vals ................................................. 6.000
  • Knattspyrnuskóli með hádegismat............................... 11.500 
  • Knattspyrnuskóli og Sumarbúðir með hádegismat......... 17.500
  • Knattspyrnuskóli og Sumarbúðir án hádegismatar......... 12.000

  

Hagnýtar upplýsingar um Knattspyrnuskóla Vals

  • Fyrir börn á aldrinum 6-10 ára
  • Milli 10:30 og 12:00 mán-fim & 9:00-12:00 fös
  • Gæsla fyrir börn frá 8-9 og 16-17
  • Hægt að vera í knattspyrnuskóla fyrir hádegi og Sumarbúðunum eftir hádegi
  • Ef þú lendir í vandræðum með skráningu sendu tölvupóst á gunnar@valur.is eða hringdu í 414-8005 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Boltaskóli að eiginvali (Fyrir hádegi í 3 vikur)

Boltaskóli að eiginvali er námskeið sem er hugsað fyrir iðkendur á aldrinum 6-10 ára vilja prófa fleiri en eina boltagrein.

Iðkendur á þessu námskeiði geta valið um hvort þeir fara í handbolta, fótbolta eða körfuboltaskóla Vals frá 10:30-12:00 mánudaga-fimmtudaga og 9:00-12:00 á föstudögum. Hægt er að prófa alla skólana á heilu námskeiði (1 viku).

Kennsla í boltaskóla Vals fer fram sem hér segir:

  • 10:30 og 12:00 mán-fim & 9:00-12:00 fös

Dagsetningar boltaskóla Vals:

Námskeið 1: 13.júní - 16.júní

Námskeið 2: 20.júní - 24.júní

Námskeið 3: 27.júní - 1.júlí

 

Verð per námskeið:

  • Boltaskóli ................................................................. 6.000  

Hagnýtar upplýsingar um Boltaskóla Vals

  • Fyrir börn á aldrinum 6-10 ára
  • Milli 10:30 og 12:00 mánudaga-fimmtudaga og 9:00 - 12:00 föstudaga
  • Hægt að vera í Sumarbúðum í borg eftir hádegi - Velur Sumbarbúðirnar sér á skráningasíðu Vals
  • Ef þú lendir í vandræðum með skráningu sendu tölvupóst á gunnar@valur.is eða hringdu í 414-8005 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Handboltaskóli Vals 6-11 ára 

Um er að ræða námskeið fyrir krakka í  6-11 ára bæði stelpur og stráka þar sem haldið verður áfram að kenna grunnatriði handboltans í gegnum leiki og skemmtilegar boltaæfingar.

Farið verður yfir öll helstu grunnatriði handboltans ásamt því að að spila og fara í skemmtilega leiki. 

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja prófa nýja íþróttt og þá sem hafa æft áður og vilja nýta sumarið í að bæta sig.

Námskeiðið verður haldið samhliða Sumarbúðunum í borg í júní og júlí svo krakkar geta verið í handboltaskólanum fyrir hádegi og Sumarbúðirnar á eftir hádegi

 

Kennsla í handboltaskólanum í júní og júlí fer fram sem hér segir: 

  • Mán-fim: 10:30-12:00 
  • Föstudaga: 09:00-12:00

 

Dagsetningar Handboltaskólans 

Námskeið 1: 13. júní - 16. júní

Námskeið 2: 20. júní - 24. júní

Námskeið 3: 27. júní - 1. júlí

 

Verð per námskeið í júní:

  • Handboltaskóli Vals ................................................. 6.000
  • Handboltaskóli með hádegismat............................... 11.500 (*einungis á júní/júlí námskeiðum)

 

Ágúst námskeið 

Ágúst-námskeið 4: 2. ágúst - 5. ágúst 

Ágúst-námskeið 5: 8. ágúst - 12. ágúst 

Ágúst-námskeið 6: 15. ágúst - 19. ágúst 

Kennsla í handboltaskólanum í ágúst fer fram sem hér segir: 

  • Mán-fim: 10:10-11:50 
  • Föstudaga: 09:00-12:00

  

Verð per námskeið í ágúst:

  • Handboltaskóli Vals ................................................. 6.500 (*miðast við fullt námskeið 5 daga)

Hagnýtar upplýsingar um Handboltaskóla Vals

  • Fyrir börn á aldrinum 6-11 ára
  • Hægt er að vera í handboltaskóla fyrir hádegi og sumarbúðum eftir hádegi (í júní og júlí).
  • Hægt er að kaupa hádegismat með námskeiðinu.
  • Ef þú lendir í vandræðum með skráningu sendu tölvupóst á gunnar@valur.is eða hringdu í 414-8005 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Handboltaskóli Vals 12-13 ára

Um er að ræða námskeið fyrir 12 - 13 ára stelpur og stráka sem vilja bæta sig öllum þátttum handboltans (fintur, skot og tækniæfingar).

Frábært námskeið fyrir iðkendur sem vilja bæta sig og nýta sumarið í að ná enn meiri framförum.

Stelpur æfa: Mánudaga - Föstudaga frá 12:15-13:30

Strákar æfa: Mánudaga - Föstudaga frá 15:30-16:45 

 

Ágúst námskeið 

Ágúst-námskeið 4: 2. ágúst - 5. ágúst (Verð 5.200)

Ágúst-námskeið 5: 8. ágúst - 12. ágúst (Verð 6.500)

Ágúst-námskeið 6: 15. ágúst - 19. ágúst (Verð 6.500)

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Körfuboltaskóli Vals | 6-10 ára 

Körfuboltaskóli Vals er fyrir áhugasama körfuboltakrakka á aldrinum 6-10 ára. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir bæði stelpur og stráka, hvort sem iðkendur eru byrjendur eða lengra komnir.

Farið verður yfir öll helstu grunnatriði körfuboltans ásamt því að að spila og fara í allskonar skemmtilega leiki. 

Frábært námskeið fyrir bæði þá sem vilja prófa nýja íþrótt og þá sem hafa æft áður og vilja nýta sumarið í að bæta sig.

Námskeiðið verður haldið samhliða Sumarbúðunum í Borg í júní svo krakkar geta verið í körfuboltaskólanum fyrir hádegi og Sumarbúðirnar á eftir hádegi. 

Kennsla í körfuboltaskólanum í júní fer fram sem hér segir: 

  • Mán-fim: 10:30-12:00 
  • Föstudaga: 09:00-12:00

Kennsla í körfuboltaskólanum í ágúst fer fram sem hér segir: 

  • Mán-fim: 10:10-11:50 
  • Föstudaga: 09:00-12:00

Dagsetningar Körfuboltaskólans 

Námskeið 1: 13.júní - 16.júní

Námskeið 2: 20.júní - 24.júní

Námskeið 3: 27.júní - 1.júlí

Verð per námskeið:

  • Körfuboltaskóli Vals ................................................. 6.000
  • Körfuboltaskóli með hádegismat............................... 11.500 (*einungis á júní/júlí námskeiðum)

 

Námskeið í ágúst:

Námskeið 4: 2. ágúst - 5. ágúst (4 dagar)

Námskeið 5: 8. ágúst -12. ágúst (5 dagar)

Námskeið 6: 15. ágúst - 19. ágúst (5 dagar)

Verð per námskeið:

  • Körfuboltaskóli Vals ................................................. 6.500 (*miðast við fullt námskeið 5 daga)

   

Hagnýtar upplýsingar um Körfuboltaskóla Vals

  • Fyrir börn á aldrinum 6-11 ára
  • Gæsla fyrir börn frá 8-9 og 16-17 (í júní/júlí)
  • Hægt að vera í Körfuboltaskóla fyrir hádegi og Sumarbúðunum eftir hádegi (í júní/júlí)
  • Ef þú lendir í vandræðum með skráningu sendu tölvupóst á gunnar@valur.is eða hringdu í 414-8005

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Körfuboltaskóli Vals 10-12 ára (2009-2010-2011)

Um er að ræða námskeið fyrir 10 - 11 og 12 ára stelpur og stráka sem hafa brennandi áhuga á körfubolta.

Frábært námskeið fyrir iðkendur sem vilja bæta sig og nýta sumarið í að ná enn meiri framförum.

Kennsla í körfuboltaskólanum í júní: 

  • Mán-fim: 09:00-10:20 
  • Föstudaga: 13:00-14:30

Júní námskeið 

Júní - Námskeið 1: 13. júní - 16. júní

Júní - Námskeið 2: 20. júní - 24. júní

Júní - Námskeið 3: 27. júní - 1. júlí

 

Kennsla í körfuboltaskólanum í ágúst fer fram sem hér segir: 

  • Mán-fim: 09:00-10:20 
  • Föstudaga: 13:00-14:30

Ágúst námskeið 

Ágúst-námskeið 4: 2. ágúst - 5. ágúst (Verð 5.200)

Ágúst-námskeið 5: 8. ágúst - 12. ágúst (Verð 6.500)

Ágúst-námskeið 6: 15. ágúst - 19. ágúst (Verð 6.500)