Fimm Valsarar í landsliðsverkefnum yngir landsliða í nóvember
Helgina 5.-7. nóvember æfa U15 og U16 ára landslið karla í handknattleik á höfuðborgarsvæðinu en U18 og U20 ára landsliðin leika utan landssteinanna.
U-18 ára landslið karla tekur þátt í Pierre Tiby mótinu í París í Frakkland en þar leikur liðið gegn heimamönnum auk Króata og Ungverja. Liðið heldur utan 3. nóvember og kemur aftur heim 7. nóvember.
U-20 ára landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki gegn Dönum en liðið dvelur í Ishøj á meðan ferðinni stendur. Liðið verður í Danmörku frá 4. - 7. nóv, leikirnir fara fram 5. og 6. nóvember.
Hópana má sjá hér fyrir neðan á Valur 5 fulltrúa - Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnunum.
U-20 ára landslið karla
- Andri Finnsson, Valur
- Benedikt Gunnar Óskarsson, Valur
- Breki Hrafn Valdimarsson, Valur
U-18 ára landslið karla
- Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur
U-15 ára landslið karla
- Höskuldur Tinni Einarsson, Valur