Sólveig Jóhannesdóttir Larsen til Vals

Sólveig J.Larsen hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val en hún kemur til félagsins frá Breiðablik en var í láni hjá Fylki síðasta sumar.
Sólveig sem er tvítug hefur leikið 44 leiki í efstu deild og skorað í þeim 2 mörk og þá á hún 32 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Við bjóðum Sólveigu velkomna að Hlíðarenda.