Valur Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu

Valur er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2019 en liðið tryggði sér titilinn eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaleik mótsins.
Valskonur fóru taplausar í gegnum mótið og uppskáru 50 stig, tveimur meira en Breiðablik sem endaði í öðru sæti.
Það má með sanni segja að 2019 sé ár kvennaíþróttanna í félaginu en Valur er nú ríkjandi Íslandsmeistari í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik.
Við óskum liðinu og öllum sem að því standa hjartanlega til hamingju með árangurinn!
