Tobias Thomsen skrifar undir samning við knattspyrnudeild Vals.

Tobias Thomsen, 25 ára sóknarmaður hefur skrifað undir samning við Val. Samningur er út árið 2018 með möguleika á framlengingu. Tobias lék í Pepsi deildinni á siðasta tímabil8i með KR og skoraði þá 13 mörk í 25 leikjum. Áður en Tobias kom til Íslands þá lék hann með Köge, Nyköping, Naestved og Akademisk á árunum 2011-2017. Tobias er vinnusamnur og harðduglegur leikmaður sem mun án efa styrkja sóknarlínu Vals til mikilla muna. Knattspyrnudeild Val lýsir mikilli ánægju með komu Tobiasar.