"Óli, Bjössi og Rajko eru frábærir", Anton Ari Einarsson framlengir samning við knattspyrnudeild Vals út árið 2019
Anton Ari Einarsson, 23 ára aðalmarkmaður Vals, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Vals út árið 2019. Anton hefur fest sig í sessi sem afar góður markmaður. Anton hefur verið valin í hópa hjá U-21 og A-landsliðinu á síðasta árinu.
Anton kom fyrst til Vals árið 2014 en var svo lánaður til Tindastóls og síðar Grindvíkinga. Anton kom hinsvegar afar sterkur inn á síðasta tímabili og lék alls 20 leiki fyrir Val.
Í tilefni af undirskrift Antons var hann tekinn tali:
"Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt samning minn hér hjá
Val, mér líður mjög vel og er ánægður með stöðu mála. Óli, Bjössi
og Rajko eru frábærir þjálfarar, það er mjög gaman á æfingum sem
skiptir miklu máli. Leikmannahópurinn er mjög sterkur og stemmingin
í honum er góð. Við erum búnir að æfa mjög vel í vetur þannig að
mér lýst vel á sumarið.
Valur er í mikilli uppbyggingu og það er mikið að gerst í klúbbnum
núna og á næstu árum og því hlakka ég mikið til komandi tíma hér í
Val."