"Valur er mitt annað heimili", Sindri Scheving skrifar undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.
Sindri Scheving, tvítugur uppalinn Valsari er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Vals. Sindri hefur verið á mála hjá Reading í Englandi síðustu þrjú ár en er nú kominn heim í Val. Sindri er lék upp alla yngri flokka Vals en fór utan á yngra ári í 2.flokki og hefur því ekki enn leikið meistaraflokksleik með félaginu sínu. Þess ber að geta að móðir Sindra, Soffía "Sossa" í Val á 189 mfl.leiki að baki með Val og er þjálfari hjá Val og gríðaleg félagskona.Sindri á 35 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands.
Í tilefni af heimkomu Sindra hafði valur.is samband við leikmanninn. "Valur vissi af því að ég væri að koma heim og hafði samband. Ég er mjög ánægður með að skrifa undir hjá Val enda er félagið sem mitt annað heimili, ég ólst upp hérna. Ég hef þegar farið á nokkrar æfingar og það er mjög jákvæður og góður andi í leikmannahópnum og öll umgjörð mjög flott. Ég held að við getum gert spennandi hluti í sumar. Dvöl mín hjá Reading var mjög lærdómsrík hefur gefið mér mikið. Að vera í þessu atvinnumannaumhverfi og sjá hvernig þessir karlar æfa er flott. Þetta er hinsvegar mjög harður heimur, og menn þurfa að leggja mikið á sig til að komast á toppinn. Ég er varnarmaður, vinstri bakvörður að upplagi en get spilað í miðri vörninni líka. Ég er líkamlega sterkur, tel mig hraðan leikmann.
Knattspyrnudeild Vals lýsir yfir mikilli ánægju með komu Sindra Scheving.