"Valur er frábær klúbbur", Elísa Viðarsdóttir endurnýjar samning sinn við knattspyrnudeild Vals.

Landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Vals til eins árs. Elísa lék 18 leiki með Val á síðasta tímabili eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku og gengið til liðs við Val. 
Valur.is ræddi við Elísu í tilefni af samningi hennar:

"Valur er frábær klúbbur með mikla og flotta sögu. Hér er gott að vera og mikill félagsandi. 

Umgjörðin hér, klúbburinn, hópurinn og nýtt og spennandi þjálfarateymi er jákvætt. Mér finst við sem hópur eiga mikið inni eftir síðasta tímabil og hef mikla trú á því að við getum gert góða hluti á næsta tímabili. 

Úlfur er að koma með nýjar áherslur inn í þetta og er með skýra mynd af því hvernig fótbolta hann vill spila, mér líst vel á Úlf og hlakka til mikið til næsta sumars. Kristín Ýr er mikill Valsari (deyja fyrir klúbbinn) og þekkir allt út og inn, efnilegur þjálfari sem mun eflast með hverri vikunni sem líður.

Markmiðin eru klárlega að gera betur en í fyrra, bæta okkur sem lið og einstaklingar."