Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifaði undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Vals
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifaði undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Bjarni, sem er fæddur 1998 og því enn gjaldgengur í 3.flokk félagsins, er efnileg skytta sem var í 1998 landsliðinu sem endaði í 7.sæti í Króatíu nú í ágúst. Hann hefur spilað með Val undanfarin tvö ár og á að baki 2 Íslands- og 2 bikarmeistaratitla úr yngri flokkunum. Hann er alinn upp á Selfossi, þeim mikla handboltabæ. Það verður gaman að fylgjast með framgangi Bjarna á komandi árum í Valstreyjunni